Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1600267919.07

    Hússtjórn og matreiðsla
    HÚSS1AG05
    6
    Hússtjórn
    Matreiðsla og fræðsla
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendum er leiðbeint í matreiðslu þar sem áhersla er lögð á nútímalegan en umfram allt hollan og bragðgóðan mat. Ennfremur er nemendum kennt að gera gamlan og góðan heimilismat. Nemendur fara út í náttúruna og tína ber og sveppi og læra þannig að nýta það sem landið hefur upp á að bjóða í matargerð. Lögð er áhersla á að kenna nemendum góða umgengni í eldhúsi, notkun og frágang tækja og áhalda, hreinlæti við matargerð og hvernig á að ganga frá að loknu starfi. Fjallað er um algengustu hráefni sem notuð eru til matreiðslu og farið í allar helstu matreiðsluaðferðir. Fjallað er um áhrif matreiðslu á næringargildi og æskilega uppbyggingu máltíða. Í áfanganum er einnig farið í þrif íbúðar, ræstingar og umgengni og nemendum er kennt hvernig á að skipuleggja innkaup með hagsýni að leiðarljósi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig á að hirða um áhöld og tæki sem notuð eru í eldhúsum.
    • mikilvægi skipulags við eldhússtörf.
    • mismunandi matreiðsluaðferðum.
    • mikilvægi fjölbreyttrar fæðu og hvernig á að matreiða hana.
    • hvernig á að meðhöndla og geyma hráefni til matargerðar til að koma í veg fyrir matarsýkingar.
    • hvernig á að áætla skammtastærðir.
    • reglum um vörumerkingar matvæla.
    • mikilvægi þrifa í heimahúsum og aðferðum við þrif og þvott.
    • mikilvægi þess að vera hagsýnn og skipulagður við innkaup.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hirða um áhöld og tæki sem notuð eru í eldhúsum.
    • undirbúa og skipuleggja starfið í eldhúsinu.
    • matreiða undirstöðurétti í öllum fæðuflokkum með mismunandi matreiðsluaðferðum.
    • matreiða hollan mat.
    • áætla skammtastærðir fyrir ólíka hópa.
    • gæta hreinlætis við matargerð.
    • lesa næringar- og innihaldslýsingar matvæla.
    • sjá um þrif í heimahúsum.
    • vera hagsýnn og skipulagður í innkaupum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna við eldhússtörf og ganga rétt um áhöld og tæki sem meta má með leiðsagnarmati og verklegum æfingum.
    • matreiða fjölbreyttan og hollan mat úr mismunandi hráefni sem meta má með leiðsagnarmati og verklegum æfingum.
    • matreiða fyrir mismunandi hópa fólks sem meta má með leiðsagnarmati og verklegum æfingum.
    • meðhöndla og geyma hráefni og afganga með réttum hætti sem meta má með verkefnum og verklegum æfingum.
    • velja heilsusamlegar eða æskilegar matvörur út frá innihalds- og næringarefnalýsingum sem meta má með rökræðum og verkefnum.
    • þrífa og skipuleggja þrif í heimahúsum sem meta má með leiðsagnarmati og verklegum æfingum.
    • skipuleggja innkaup með hagsýnum hætti sem meta má með verkefnum.
    Námsmatið byggir á þátttöku í eldhússtörfum og matreiðslu. Mikið er lagt upp úr leiðsagnarmati í þessum verklega áfanga þar sem kennari leiðbeinir nemendum jafnóðum um það sem þeir gera vel og það sem betur mætti fara. Námsmat er einnig í formi umræðna og rökræðna milli nemenda og kennara auk þess sem nemendur vinna skrifleg verkefni.