Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1600272246.95

  Óhefðbundin samskipti
  ÓHSA2ÓS05
  1
  Óhefðbundin samskipti
  Óhefðbundin samskipti
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum verður leitast við að undirbúa nemendur undir margskonar samskipti við ólíka skjólstæðinga í ýmsum aðstæðum. Kenndar aðferðir til að bregðast við kvíða, streituvaldandi aðstæðum og meðvirkni. Kynntar leiðir til að verjast ágengni og setja mörk. Í áfanganum verður fjallað um gildi virðingar og fordómaleysis í samskiptum við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Þróun á þessu sviði og nýjar stefnur kynntar.
  Samskipti á 1 þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • óhefðbundnum samskiptaleiðum.
  • markvissum aðferðum við spurningatækni, málamiðlun og mismunandi samskiptaleiðum við fatlað fólk (pictogram, teacch, bliss o.fl.).
  • gildi jákvæðra og uppbyggilegra samskipta.
  • mismunandi streituviðbrögðum við áföllum.
  • áhrifum mismunandi líkamstjáningar.
  • mikilvægi þess að setja sér og öðrum eðlileg mörk.
  • rannsóknum og umræðum um ofbeldi á stofnunum.
  • nýjum hugmyndum um samskiptakerfi og þróun í þjónustu.
  • eigin styrkleikum og veikleikum í starfi.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita mismunandi samskiptaleiðum við einstaklinga sem nota óhefðbundin samskipti og eru með mismunandi fatlanir.
  • lesa í líkamstjáningu og óhefðbundin samskipti fólks.
  • nota hvatningu og beita jákvæðum og uppbyggilegum samskiptaleiðum.
  • bregðast við mismunandi streituviðbrögðum fólks.
  • greina erfið samskipti og setja ágengu fólki mörk.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita lausnamiðuðum samskiptum þar sem markvissar aðferðir eru notaðar.
  • nota óhefðbundnar samskiptaaðferðir þegar við á.
  • sýna fram á gildi fordómalausra og skýrra samskipta.
  • nota fjölbreyttar leiðir til að hrósa og hvetja fólk markvisst og uppbyggilega.
  • setja sér og öðrum eðlileg mörk þar sem erfið og ágeng samskipti eru til staðar.
  • ná góðum árangri í ólíkri nálgun í samskiptum við einstaklinga með mismunandi þarfir, svo sem langveikt fólk, fólk með geðraskanir, fólk með fötlun og aldraða.