Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1600272461.87

    Stjórn, hagur og siðfræði
    STHS3FH05
    2
    Stjórn, hagur og siðfræði
    Íslenskt félags- og heilbrigðiskerfi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu og hlutverk íslenska félags- og heilbrigðiskerfisins með áherslu á þjónustu fyrir fólk með fötlun og aldraða. Áhersla er lögð á opinberar áætlanir á sviði félagslegrar aðhlynningar, gæði þjónustu, meginsvið og aðferðir gæðastjórnunar, gæðaáætlanir, breytingar- og stjórnunarferli, úthlutun verkefna, forgagnsröðun og tímastjórnun. Kynnt eru siðferðileg álitamál í tengslum við valdbeitingu og hugtakið ofbeldi skoðað. Skoðaður mögulegur ágreiningur sem komið getur upp í samskiptum á starfsvettvangi félagsliða. Loks eru kynntar siðareglur ólíkra starfsstétta, tilgangur og markmið þeirra greind og nemendur fá þjálfun í að rýna í þær frá mismunandi sjónarhornum. Lögð er áhersla á að viðfangsefnin taki mið af raunverulegum aðstæðum eftir því sem við verður komið.
    SIÐF2GH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • meginsviðum og aðferðum gæðastjórnunar.
    • hlutverki íslenska félags- og heilbrigðiskerfsins varðandi þjónustu til fatlaðra og aldraðra.
    • mikilvægi forgangsröðunar, úthlutunar verkefna og tímastjórnunar.
    • hvað felst í breytingarferli og þeim áhrifum sem breytingar á þjónustu geta haft á skjólstæðinga.
    • einföldu bókhaldi.
    • siðareglum sem almennt gilda í þjónustu við fólk.
    • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar við að meta eigin fagmennsku.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hafa samskipti við stofnanir og stjórnvöld varðandi málefni skjólstæðinga.
    • nota aðferðir gæðastjórnunar í starfi.
    • rökstyðja forgangsröðun og úthlutun verkefna.
    • aðstoða skjólstæðinga við fjármál sín.
    • vinna með siðferðileg markmið gagnvart einstökum þáttum í starfi sínu.
    • miðla mikilvægi þess að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita aðferðum gæðastjórnunar.
    • kynna þjónustu íslenska félags- og heilbrigðiskerfisins sem snýr að fötluðum og öldruðum.
    • beita mismunandi leiðum til að takast á við álitamál sem upp kunna að koma í starfi.
    • geta notað hugmyndafræði tímastjórnunar og forgangsröðunar.
    • miðla og rökræða um þær siðareglur sem gilda í þjónustu við fólk.
    • beita siðferðilegri sýn við úrlausn álitamála.
    • beita gangrýnni hugsun í samræðum um ólíkar þjónustuleiðir.