Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1600272775.44

    Öldrun
    ÖLFR1ÖL05
    1
    Öldrunarfræði
    Öldrun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Öldrunarfræði er fræðigrein sem fjallar um öldrunarferli, þ.e. helstu líkamlegar, sálrænar og félagslegar breytingar sem fylgja því að eldast. Farið er yfir líkamlegar breytingar út frá líffærakerfum og fjallað um hinar ýmsu félagslegu og sálrænu breytingar sem oft fylgja öldrun, starfslokum og breytingum á fjölskylduformi. Rætt er um vanrækslu og ofbeldi í fjölskyldum og fjallað um helstu kenningar sálfræðinnar og félagsfræðinnar um öldrunarferlið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aldurshugtakinu og afstæði aldurs.
    • helstu líkamlegum og félagslegum breytingum sem fylgja því að eldast.
    • frávikum frá eðlilegu öldrunarferli.
    • ólíkum kenningum um öldrun.
    • hvernig aldur hefur áhrif á hugarstarfsemi, skapgerð, heilsu, svefnþörf, heyrn, sjón og félagslegt hlutverk einstaklinga.
    • breytingum sem eiga sér stað á heila við öldrun.
    • áhrifum beinþynningar, æða- og hjartasjúkdóma.
    • húðsjúkdómum, tannmissi, meltingarsjúkdómum, þvagleka, heilabilun, geðsjúkdómum o.fl. auk áhrifa þeirra á líf aldraðra.
    • mikilvægi þess að bæta líðan við lífslok.
    • álitamálum sem tengjast meðferð við lífslok.
    • vanrækslu og ofbeldi í fjölskyldum.
    • áhrifum starfsloka á líf einstaklinga.
    • farsæld og hamingju á efri árum.
    • breyttu hlutverki og samskiptum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ræða um ólíkar kenningar um öldrun, aldurshugtakið og afstæði aldurs.
    • greina frá helstu líkamlegum og félagslegum breytingum sem fylgja því að eldast.
    • gera grein fyrir frávikum frá eðlilegu öldrunarferli.
    • gera grein fyrir því hvernig aldur hefur áhrif á líkams- og hugarstarfsemi, skapgerð, heilsu, svefnþörf, heyrn, sjón og félagslegt hlutverk einstaklinga.
    • gera grein fyrir áhrifum ýmissa líkamlegra breytinga á líf aldraðra, s.s. húð- og meltingarsjúkdóma, þvagleka, tannmissis, heilabilunar, geðsjúkdóma.
    • ræða um álitamál sem tengjast meðferð við lífslok og faglegri þjónustu við að bæta líðan.
    • að ræða um hvaða áhrif starfslok hafa á líf einstaklinga.
    • ræða um breytt hlutverk og samskipti ásamt því að fjalla um farsæld og hamingju á efri árum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir helstu líkamlegum og félagslegum breytingum sem fylgja því að eldast sem metið er með skriflegum verkefnum.
    • útskýra eðlilegt öldrunarferli og kenningar um öldrun sem metið er með umræðum og kynningum nemenda.
    • segja frá því hvernig aldur hefur áhrif á hugarstarfsemi, skapgerð, heilsu, svefnþörf, heyrn, sjón, heilastarfsemi og félagslegt hlutverk einstaklinga sem metið er með kynningum nemenda.
    • útskýra persónuleikasálfræði öldrunar sem metið er með skriflegum verkefnum.
    • gera grein fyrir áhrifum beinþynningar, æða- og hjartasjúkdóma, húðsjúkdóma, tannmissis, meltingarsjúkdóma, þvagleka, heilabilunar, geðsjúkdóma o.fl. sem metið er með skriflegum verkefnum.
    • geta rætt um álitamál sem tengjast meðferð við lífslok sem metið er með umræðum og skriflegum verkefnum.
    • gera grein fyrir starfslokum sem metið er með kynningum nemenda.
    • ræða um vanrækslu og ofbeldi í fjölskyldum sem metið er með skriflegum verkefnum.
    • fjalla um farsæld og hamingju á efri árum sem metið er með umræðum og skriflegum verkefnum.
    • gera grein fyrir breyttu hlutverki og samskiptum sem metið er með kynningum nemenda.
    Fyrirlestrar, einstaklingsverkefni, hópavinna, leiðsagnamat og jafningjamat. Nemendur taka í samráði við kennara eitt viðtal við aldraðan einstakling. Gera fræðilega ritgerð um öldrun og skila ýmsum smærri verkefnum.