Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1600280673.94

    Félagssálfræði
    SÁLF3FS05
    33
    sálfræði
    félagssálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um atferli og hugsanir auk þess sem viðhorf eru skoðuð í félagslegu samhengi og með tilliti til persónuleikakenninga. Meðal efnisþátta eru skematísk vitneskjuvinnsla, staðalmyndir, fordómar, breyting á fordómum, minni, athuganir á viðhorfum, aðlögun og ást, hópar, hópstarf, samskipti og tjáning, réttarsálfræði, umhverfissálfræði, markhópur, miðlar, persónuleiki, sálfræðileg próf og viðhorfs- og skoðanakannanir. Áhersla er lögð á að nemandi geti tekið sjálfstæða, vel rökstudda afstöðu til álitamála varðandi félagssálfræði.
    SÁLF2HA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum sviðum innan félagssálfræðinnar.
    • fordómum og rannsóknum á þeim.
    • viðhorfum og tengslum þeirra við hegðun.
    • ólíkum skilgreiningum á persónuleika.
    • því hvers vegna fólki líkar misjafnlega vel hverju við annað.
    • áhrifum hópa, hópþrýstingi og höfnun innan hópa.
    • rannsóknum á hlýðni manna við hversdagslegar og óvenjulegar aðstæður og þeim þáttum sem hafa áhrif á hana.
    • áhrifum samskipta á vinnuanda og starfsánægju.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • átta sig á og skilgreina eigin fordóma og annarra.
    • greina viðhorf.
    • greina þætti sem hafa áhrif á við hverja fólki líkar og hverja ekki.
    • vinna með ólíka áhrifaþætti í hópavinnu.
    • lesa í hegðun fólks við ýmsar aðstæður.
    • greina samskipti í eigin vinnuumhverfi og áhrif þeirra á starfsánægju.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita vinnubrögðum sem eru viðurkennd í fræðigreininni og byggjast á kenningum sem metið er með verkefnavinnu.
    • vinna faglega gegn eigin fordómum sem metið er með sjálfsmati og umræðum.
    • skilgreina og hafa áhrif á viðhorf sem metið er með verkefni sem byggir á stuttri athugun á vettvangi.
    • bregðast við ólíkum eiginleikum og framkomu fólks á faglegan hátt sem metið er með verkefnum, leiðsagnarmati og sjálfsmati.
    • nýta hópavinnu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í starfi sínu sem metið er með sjálfsmati.
    • bregðast faglega við óvæntri hegðun og sýna viðbrögðum fólks sem lendir í erfiðum og óvæntum aðstæðum skilning sem metið er með umræðum og jafningjamati.
    • leggja sitt af mörkum til að auka starfsánægju sem metið er með verkefni og kynningu.
    • hjálpa náunga sínum sem í nauðum er staddur og hafi við það hliðsjón af því að afskiptaleysi við slíkar aðstæður er óásættanlegt sem metið er með verkefni og umræðum.
    Kennslan er í formi fyrirlestra, verkefnavinnu, og umræðna. Í áfanganum verður stuðst við fjölbreyttar námsmatsaðferðir og áhersla lögð á leiðsagnarmat. Nemendur vinna ýmiss konar verkefni sem metin verða, s.s. einstaklingsverkefni, hópverkefni, umræðuverkefni og netverkefni. Þeir taka einnig þátt í verklegum æfingum ásamt því að taka hlutapróf. Mikill tími fer í umræður þar sem álitamál innan félagssálfræðinnar eru rædd. Sum verkefni þurfa nemendur að kynna fyrir samnemendum sínum.