Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1601386394.97

    Fjármál fyrirtækja
    FJÁF3FF05
    2
    Fjármálafræði
    Fjármál fyrirtækja
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um helstu atriði fjármálastýringar s.s. núvirðisútreikninga, ávöxtunarkröfu, útreikninga á verði skuldabréfa og hlutabréfa, útreikninga á áhættu í fjárfestingum, raun- og nafnávöxtun og helstu kennitölur í fjármálum fyrirtækja. Lögð er áhersla á að ná tökum á hagnýtum útreikningum á sviði fjármála fyrirtækja með það fyrir augum að bera saman og velja á milli ólíkra fjárfestingarvalkosta.
    STÆR2FJ05 og HAGF2AR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum úr fjármálum fyrirtækja s.s.: núvirði, afkastavextir, nafnvextir og raunvextir, virði hlutabréfa og skuldabréfa, markaðsvirði fyrirtækja, mennitölugreining
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út núvirði og afkastavexti mismunandi fjárfestingarvalkosta
    • reikna út verð skuldabréfa og meta áhættu
    • reikna út framtíðarvirði og núvirði höfuðstóls skuldabréfa
    • reikna markaðsvirði fyrirtækja og markaðsvirði hluta í fyrirtækjum
    • reikna kennitölur í rekstri fyrirtækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vega og meta ólíka fjárfestingarvalkosti og velja á milli þeirra
    • geta greint rekstur fyrirtækis út frá kennitölum í rekstri og metið markaðsverð fyrirtækis út frá þeim upplýsingum
    • geta reiknað út bæði nafn- og raunávöxtun og reiknað inn áhrif af vísitölubreytingum á verðtryggð skuldabréf