Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1601464154.44

    Grunnáfangi í Fab Lab
    FABL2GR05
    3
    Starfræn hönnun
    Grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er almennt yfir búnað í Fab Lab smiðju og þá möguleika sem felast í notkun hans. Áhersla er lögð á að nemendur átti sig á hugmyndafræði Fab Lab og tileinki sér hana í vinnu í smiðjunni. Nemendur kynnast ýmsu forritum, sem henta til stafrænnar framleiðslu. Samhliða því að læra á tvívíð og þrívíð teikniforrit læra nemendur grunnatriði í notkun leiserskera, vínilskera og þrívíddarprentara. Nemendur gera sína eigin frumgerð að vöru til framleiðslu og er mikil áhersla er á nýsköpun auk þess sem áhersla er lögð á virðingu fyrir hönnun annarra. Áhersla er lögð á vinnuferlið í verkefnum og gerð verklýsinga.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmyndafræði Fab Lab
    • hugmyndavinnu og skissuteikningu
    • nýsköpun, hugverkarétti og höfundarétti
    • tvívíddar- og þrívíddarhönnun
    • stafrænni framleiðslutækni og myndvinnslu
    • raster og vektor myndum
    • notkun þrívíddarprentara, vínylskera og hitapressu
    • þrívíddarskönnun
    • skrásetningu á vinnuferli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota stafrænan tækjabúnað við hönnun
    • setja upp frjálsan hugbúnað
    • hanna í tvívíddar- og þrívíddarforritum
    • útbúa rafræn skjöl fyrir tæki í Fab Lab
    • nota leiserskera
    • nota vínilskera og hitapressu
    • skanna í þrívídd og prenta í þrívíddarprentara
    • greina á milli vektor og raster mynda
    • skrásetja vinnuferli
    • framkvæma verkefni frá hugmynd til frumgerðar
    • vinna skissu að frumgerð og kynna hana fyrir öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útfæra hugmyndir sínar í teikniforritum; tvívíddar- eða þrívíddar eftir því sem við á
    • nota þrívíddarskanna, vínilskera, leiserskera og þrívíddarprentara í hönnun
    • lesa og vinna eftir leiðbeiningum
    • þróa hugmyndir sjálfstætt og undir leiðsögn
    • skrá ferli, meta og rökstyðja vinnu sína
    • hanna, teikna og framleiða eigin afurð
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.