Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1602156304.24

  Hannyrðir - saman gegn sóun
  HANN2SS05
  2
  hannyrðir
  Hannyrðir, viðgerðir og endurnýting
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Markmið áfangans er að kenna algengustu textílviðgerðir og endurnýtingu textíls. Nemendur viða að sér fatnaði sem þarfnast lagfæringar skv. leiðbeiningum frá kennara. Algengustu viðgerðir verða kenndar, svo sem laga göt á gallabuxum, stytta buxur og skipta um rennilása. Einnig verður unnið að fjölnota umbúðum úr textíl og kenndar mismunandi aðferðir við að útbúa þær. Leitast verður við að hafa námsefnið einstaklingsmiðað og nemendur skila lokaverkefni þar sem áhugasvið fær að ráða för.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • endurvinnslu og endurnýtingu
  • mismunandi aðferðum við textílviðgerðir
  • ábyrgð og sjálfbærni í daglegu lífi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • sjá möguleika á endurvinnslu- og endurnýtingu
  • beita mismunandi aðferðum við viðgerðir
  • sjá fyrir sér hugmynd og koma henni í framkvæmd
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • sjá möguleika á endurvinnslu og endurnýtingu í kringum sig
  • sýna frumkvæði og frumlega útfærslu í verkefnavinnu
  Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.