Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1602238094.43

    Matur og menning
    MOME2MÍ05
    4
    Matur og menning
    Matur og menning á Íslandi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fræðst um mat og menningu Íslands, með sérstakri áherslu á mat úr héraði. Áfanginn er fyrsta skref í Erasmus-verkefninu “Let´s eat culture” samstarfsverkefni milli 4 skóla í Evrópu sem fram fer í heimalandi á vorönn 2021. Nemendur leita uppi íslenskar uppskriftir, bæði gamlar og nýjar og elda saman íslenskan mat úr íslensku hráefni. Áhersla er á að elda sem flest frá grunni. Í áfanganum verður unnið með ríkjandi matarhefðir, eldað verður úr afurðum úr héraði sem og með heimafólki og einnig munu kokkar koma í heimsókn. Nemendur skoða matar- og innkaupavenjur og heimsækja fyrirtæki á svæðinu þar sem fram fer matvælaframleiðsla og/eða ræktun grænmetis. Nokkrum sinnum á önninni verða skipulagðir rafrænir fundir með nemendum úr hinum samstarfsskólunum. Nemendur setja saman rafræna uppskriftabók á ensku með texta og myndefni sem lokaafurð í áfanganum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Matarhefðum á Íslandi og Norðurlandi sérstaklega
    • Hvernig svæðisbundnir réttir eru eldaðir og hvaða hráefni er notað
    • Matarinnkaupum Íslendinga almennt
    • Matar- og menningarsögu Íslands
    • Að lesa sér til um og taka þátt í að elda íslenska rétti
    • Grunnþáttum í hefðum og matarmenningu Íslands
    • Uppruna hráefnis sem notað er
    • Að miðla framreiðslu sinni með því að tjá sig um hana og koma henni á framfæri í rafbók í texta og mynd
    • Þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • Að meta eigið vinnuframlag og annarra
    • Taka þátt í hópavinnu og fundum með erlendum nemendum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Lesa sér til um matar- og menningarsögu eigin lands og miðla á ensku
    • Skoða eigin matarmenningu og ræða um hana
    • Taka þátt í samræðum um íslenska matarmenningu, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
    • Setja saman uppskriftir með texta og mynd í rafbók á ensku
    • Lesa uppskriftir, fara eftir þeim og fjalla um megininntak þeirra
    • Efla skilning sinn á menningu og matargerð úr heimalandi
    • Afla sér upplýsinga um matarinnnkaup og uppruna hráefnis
    • Upplifa, skynja og smakka það sem hann tekur þátt í að framreiða
    • Skoða hráefni úr héraði og elda það á nýstárlegan hátt
    • Geta unnið í teymi og skipt verkum með öðrum
    • Geta sett fram hugmyndir sínar um íslenska rétti og brugðist við gagnrýni viðmælenda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tjá skoðanir sínar og tilfinningar um mat og íslenska matarmenningu
    • Vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk matar
    • Sýna nokkurt sjálfstæði við að framreiða mat undir leiðsögn kennara
    • Tjá sig um eigin upplifun við framreiðslu matar við aðra viðmælendur með almennri ígrundun og samanburði
    • Búa til rafbók með uppskriftum með enskum texta og myndum með íhugun um matarhefð og menningu Íslands
    • Leysa úr viðfangsefnum í samstarfi við aðra
    • Þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • Sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart öðrum menningarheimum
    • Meta eigið vinnuframlag
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.