Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1602629384.09

    Málun , form og litafræði
    MYNL2ML05
    22
    myndlist
    litablöndun og teikning mannslíkamans, myndbygging
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið með litaskynjun og litaupplifun á margvíslegan hátt og útfærslu í málverkum. Unnið er markvisst í skissugerð ,, frá skissu til myndar“ út frá myndbyggingu, myndmáli, form , línu og lit, sköpun, myndefni, persónuleg afstaða, hugmyndavinna. Gildi fjarvíddar , sjónarhorns, sjóndeildarlínu skoðuð í myndbyggingu.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • myndbyggingu í myndum
    • þróun niðurstaðna úr skissuvinnuferli
    • greiningu áhrifa litasamsetningar í mismunandi samhengi: ljóst, dökkt, heitt, kalt o.s.frv
    • greiningu með vísan til táknfræði hvaða möguleg áhrif samsetnig lita og forma getur haft
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • blanda liti í ólíkum tónum
    • gera sér grein fyrir því hvernig myndefni getur breytt um útlit og inntak eftir því hvaða sjónarhorn er valið
    • nýta sér hin ýmis efni til myndlistar
    • leita sér heimilda og nýta sér þær
    • sýna persónulega afstöðu í vali myndefna og úrvinnslu
    • tileinka sér hefðbundnar og óhefðbundar vinnuaðferðir með liti
    • ræða opinskátt um hugmyndir sínar og samnemenda sinna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • byggja upp myndverk
    • nýta reglur og form í eigin listsköpun
    • beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýnt áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
    • geta unnið á perónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær í myndverk með tilliti til lita-, formfræði og myndbyggingar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.