Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1602765828.45

    Lýðheilsa, - Ekki vera fáviti!
    LÝÐH2KY05
    11
    lýðheilsa
    Kynheilbrigði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fléttað saman kyn- og kynjafræðslu. Þannig er kynheilbrigði í víðum skilningi tekið fyrir ásamt því hvernig tilfinningar, sjálfsmynd og samskipti geta haft áhrif á væntingar og mörk. Einnig er tekin fyrir umfjöllun um kynhneigðir, samskipti á netinu og kynferðisleg áreitni. Þá er sérstök áhersla á að setja mörk í kynlífi, kynfæraheilsu, klám og klámvæðingu, fjölbreytileika, feminisma, sambönd, kynlíf og ofbeldi ásamt þolendaskömm. Áfanginn er ekki flokkaður sem hefðbundin kynfræðsla, heldur lýðheilsuáfangi með forvarnargildi og er hluti af Heilsueflandi framhaldsskóla.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum kynheilbrigðis
    • aðferðum til þess að takast á við eigin líðan
    • hvernig tilfinningar, sjálfsmynd og samskipti geta haft áhrif á væntingar og mörk
    • samþykki og mörkum
    • aðferðum til að takast á við eigið kynheilbrigði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • átta sig á því að það er í lagi að vera ekki búinn að finna út hver hann er
    • segja frá hvað viðkomandi finnst gott og hvað ekki
    • þekkja sín mörk og taka tillit til marka hjá öðrum
    • vita hvar hann á að leita sér hjálpar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja tengsl andlegrar, líkamlegrar og huglægrar heilsu
    • geta verið gagnrýninn á eigin hegðun í samskiptum við aðra
    • vita hver hann er
    • átta sig á hvernig hann hefur áhrif á umhverfi sitt og annað fólk með eigin framkomu og hegðun
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar.