Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1602849353.83

    Námstækni
    LÍFS1NF01
    110
    lífsleikni
    Nýnemafræðsla, forvarnir, lífsleikni, námstækni
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur geri sér grein fyrir námskröfum skólans og aðlagist vel nýju skólastigi og skólaumhverfi. Farið er í skipulagningu á tíma og námi og kynntar eru árangursríkar námsaðferðir sem nemendur eiga að nýta í námi sínu í hinum ýmsu námsgreinum. Áhersla er lögð á að hver og einn átti sig á eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í námi og hvernig megi bæta árangur. Nemendur læra aðferðir til að takast á við streitu og kvíða. Einnig fá nemendur forvarnarfræðslu af ýmsu tagi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því námi og þeim námsmöguleikum sem í boði eru
    • því stuðningskerfi sem skólinn býður upp á
    • aðferðum til að skipuleggja tíma og nám
    • árangursríkum námsaðferðum
    • leiðum til að takast á við álag í námi s.s. streitu og kvíða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér það stuðningskerfi sem skólinn býður upp á
    • gera námsáætlun
    • nýta tíma sinn vel og nota námsaðferðir sem skila árangri
    • setja sér markmið sem námsmaður og einstaklingur
    • draga úr áhrifum streitu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera virkur einstaklingur í skólasamfélaginu sem tekur ábyrgð á eigin gjörðum
    • geta dafnað sem námsmaður a framhaldsskólastigi
    • taka ábyrgð á eigin námi
    • takast á við álag
    Námsmat í áfanganum byggir á fjölbreyttum verkefnum úr ólíkum efnisþáttum, einstaklingsverkefni, hópverkefni, ástundun og virkni.