Markmið áfangans er að nemandinn kynnist aðferðafræði og hugmyndafræði nýsköpunar og fái tækifæri til vinna með eigin hugarsmíð. Farið er í gegnum ferli hönnunarhugsunar, sem byggir á að vinna á skapandi hátt hugmyndavinnu þar sem skilgreind er þörf, unnið að lausnum og stefnt að afurð. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að hugsa um marga þætti samtímis og að vinna að einni heild. Vinnuferlið frá hugmynd til verks verður þjálfað með áherslu á skapandi vinnubrögð í skissum og margs konar hönnun og líkanagerð með ýmsum efnum. Nemandinn kynnir verkefni sín og rökstyður lausnirnar.
Einnig verður farið almennt yfir búnað í Fab Lab smiðjunni og möguleika sem felast í notkun hans. Farið er yfir notkun á á teikniforritum og hvernig þau vinna með stafrænum framleiðslutækjum. Markmiðið er að nemendur geti hrint i framkvæmd hugmyndum sínum og búið til frumgerðir.
FRUM1TR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtakinu nýsköpun
mikilvægi hugmyndafræði og hugsunarháttar frumkvöðulsins
aðferðafræði hönnunarhugsunar
gildi hugmyndavinnu
hugmyndafræði Fab Lab
helstu teikniforritum
kostum og göllum hinna ýmsu efnistegunda
getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun úrgangs
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina hugmyndir sem falla undir nýsköpun
hugsa um marga þætti samtímis og að vinna að einni heild
vinna í hóp að sameiginlegu markmiði
velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til viðfangsefnis
kynna hugmynd sína og rökstyðja gildi hennar
vinna í teikniforritum og nota þær teikningar sem vinnuteikningar fyrir laserskera, vínylskera, og þrívíddarprentara
skipuleggja og framkvæma eigin hugmyndir
bera ábyrgð á efnisvali út frá því verkefni sem hann hefur kosið sér
velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þróa eigin hugarsmíð með ýmsum aðferðum og leysa þau vandamál sem koma upp í ferlinu
skilgreina þörf og vinna að lausn frá hugmynd til afurðar
koma hugmynd sinni á framfæri með skissum og líkönum úr mismunandi efnum
geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt sé að framleiða hana, teikningar, efnisval og annað sem hefur áhrif sé sett upp á skipulegan og aðgengilegan máta
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.