Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1603113810.18

  Blak
  ÍÞRG3BL02
  25
  íþróttagrein
  blak
  Samþykkt af skóla
  3
  2
  Áfanginn er að mestu verklegur þar sem áherslan er blak fyrir keppnisfólk. Í áfanganum eru tækniatriði greinarinnar þjálfuð og æfð í gegnum æfingar, leiki og spilþarsem tækniatriðin eru flétt saman. Farið verður í ólíkar stöður á vellinum (leikfræði> uppspilari, miðja, kantur, díó og frelsingi) og þurfa nemendur að þekkja og skilja þessar ólíku stöður. Efni tengt viðfangsefninu verður sett á kennsluvef og nemendur vinna fjölbreytt verkefni, bæði verklega og bóklega, ýmist einir eða í hóp undir leiðsögn kennara. Nemendur þurfa að taka héraðsdómararéttindi í blaki (gert í samstarfi við Blaksamband Íslands).
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • reglum íþróttarinnarog taka Héraðsdómararéttindi í greininni
  • hlutverkum leikmanna og staðsetningum
  • tæknilegri útfærslu grunnatriða íþróttarinnarí gegnum samsettar æfingar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja upp skipulagðan tímaseðil út frá getu iðkenda og markmiðum tímans
  • meta reglur íþróttarinnar við að horfa á kappleiki,dæma hjá samnemendum
  • geta spilað ólíkar stöður á vellinum
  • útfæra krefjandi samsettar æfingar til að æfa viðfangsefnin
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka héraðsdómararéttindi í íþróttagreininni ...sem er metið með... Geta horft á blak og skilið leikinn, s.s. hvað sé verið að dæma, af hverju staðsetning leikmanna er eins og hún er o.s.frv.
  • bera ábyrgð á því að skipuleggja og framkvæma kennslu hjá samnemendum þar sem grunnatriðin eru kennd
  • meta eigin leik og annarra og komið með hugmyndir að því hvað má bæta og þá hvernig
  • geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
  Áfanginn er metinn út frá verkefnum, mætingu, virkni, færni og áhuga