Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.Verklegi hlutinn fer fram í Oddsskarði frá hádegi föstudegi – sunnudags. Nánari dagsetning kemur síðar. Í verklega hlutanum færist athyglin á skíðafærnina og getu til að sýna og kenna tækni á lægri getu. Nemendur fara í gegnum hvert þrep fyrir sig og eru bæði þátttakendur og leiðbeina hvort öðru. Farið verðu í kennslu barna og fullorðna. Hvernig hópkennsla og einkakennsla er framkvæmd. Nemendur fá einnig færi á að kenna á vettvangi.
Í bóklega hlutanum er farið í gegnum þrep skíða-/brettakennslu og leiðir til þess að auka færni í þeim með áherslu á aðferðafræðilegar framfarir, kennslufræði og tæknileg grunnatriði skíðaiðkunnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skipulagi skíða-/brettakennslu
þrepum skíða-/brettakennslu
helstu grundvallar hugtökum skíða-/brettakennslu
muninum á kennslu byrjenda og lengra komna
upphitunar, liðleika og stöðugleika æfingum
leiðum til þess að auka færni
snjóalögum og hættum tengdum þeim
reglum skíðasvæða og alþjóðlegra skíðareglna
sögu og uppruna skíða-/brettakennslu
mismundandi stigum skíðabrauta
skíðabúnaði
fyrstu viðbrögðum á vettvangi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma stigin í kennslu
geta leiðrétt villur
geta útfært tæknina sjálfur
framkvæma upphitunaræfingar
framkvæma liðleikaæfingar
framkvæma stöðugleikaæfingar
geta metið getu annarra
nota fjölbreyttar aðferðir í kennslu
geta metið slys og viðbrögð við þeim
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
til að taka taka þátt og/eða séð um kennslu byrjenda á skíðum/bretti. ...sem er metið með... verklegri kennslu í Oddsskarði
Verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Verklegt próf í raun kennslu. Verklegt próf í skíða/brettatækni.