Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1606502304.93

  Heilbrigðisfræði með áherslu á samskipti og sjálfsmynd
  HBFR1SS01
  26
  heilbrigðisfræði
  Sjálfsmynd og samskipti
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Í áfanganum er leitast við að styrkja nemandann sem einstakling með því að efla og styrkja sjálfsmynd hans. Unnið verður með félagslega færni og samskipti nemenda með áherslu á að efla innsæi í mannlegum samskiptum auk samskipta á rafrænum miðlum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að efla sjálfsþekkingu og sjálfsvitund með áherslu á styrkleika nemandans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • efla innsæi og færni nemanda í félagslegum og rafrænum samskiptum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og ólíkum skoðunum fólks
  Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá