Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1606905426.76

    Þjálffræði 2
    ÍÞRF3ÞS06(Þ2)
    9
    íþróttafræði
    Styrktarþjálfun, liðleikaþjálfun, íþróttameiðsl og íþróttasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    Þ2
    Farið verður ýtarlega í þjáflun styrk og snerpu. Nemendur fara í grunnatriði sem varða þjálffræði í styrktar- og snerpuþjálfun ýmisa hópa íþróttafólks. Læra að gera styrktar- og snerpu áætlanir. Læra að framkvæma ýmsar gerðir af styrktaræfingum. Farið verður yfir mikilvægi góðrar liðleikaþjálfunar, leiðir til að bæta liðleika og hvernig er hægt að framkvæma liðleika æfingar á einstaklingum. Farið verður ýtarlega í íþróttameiðsl og hvernig er hægt að fyrir byggja þau með æfingum og réttri þjálfun. Farið verður yfir grunnatriði í íþóttasálfræði og hvernig íþróttamenn byggja sig upp og þjálfa hugann til að vera tilbúnir þegar það kemur að stóru stundinni. Unnið verður stórt lokaverkefni í áfanganum. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Áfanginn byggist upp á fyrirlestrum og verkefnavinnu nemenda sem er bæði fræðileg og yfirfærslu yfir í verklegaræfingar og áætlanir. Nemendur vinna ítarlegt lokaverkefni
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Styrktar og snerpuþjálfun
    • Liðleikaþjálfun
    • Íþóttameiðslum
    • Íþróttasálfræði
    • Þjálfun hugans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita mismunandi aðferðum til styrktar og snerpuþjálfun fyrir ólíka íþróttagreinar
    • Beita mismunadi aðferðum til liðleikaþjálfun og greina þörf á liðleikaþjálfun
    • Þekkja einkenni helstu íþróttameiðsla og viðbrögð við þeim
    • Þekkja helstu kenningar íþróttasálfræðinnar og aðferðir sem íþróttamenn beita til að ná sem bestum árangri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta búið til styrktar og snerpu áætlun fyrir ýmis stig þjálfunarstig og íþróttagreinar
    • Geta búið til liðleikaþjálfun sem byggist á greiningu liðleika
    • Geta þekkt helsu íþróttameiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn þeim
    • Geta búið til áætlun sem inniheldur ráðlegginar varðandi þjálfun hugans og beitt ýmsum aðferðum til að ná betri árangri með andlegum aðferðum
    • Getað dregið saman fróðleik úr ýmsum áttum til að miðla þekkingu sinni