Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1606994953.65

    Rafíþróttir 1
    ÍÞRG1RÍ05
    12
    íþróttagrein
    Rafíþróttir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur fá trausta þekkingu á tiltekinni rafíþróttagrein og eru búnir undir hvernig hægt er að kynna og spila rafíþróttir í nærumhverfinu, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna rafíþróttaleik sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum eða einstökum skólum. Dæmi um rafíþróttaleik: Among Us, Minecraft, Fifa, Call of Duty, Rocket League, Overwatch, Counter Strike og Fortnite. Markmið áfangans eru: • Finna hlutverk nemandans (spilari, þjálfari, skipuleggjari og fl.) • Skipuleggja æfingaleiki og sýna frá þeim á netinu. • Eiga samskipti við fyrirtæki um kostun á atburðum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • Að halda viðburði utan skóla og leiðbeina öðrum um hvernig spilun leiks fer fram. • Hvernig er að vera í liðsheild. • Hvernig mismunandi leikir krefjast mismunandi leikni og færni til að gera liðið betra. • Hvaða störf eru í rafíþróttum • Markaðs- og viðskiptafræði í kringum rafíþróttir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • stunda íþróttagreinina og öðlast góðan tæknilegan grunn í greininni • taka þátt í fjölbreyttum æfingum og leikjum sem tilheyra greininni • Stunda hreyfingu sem styrkja og gefa meira úthald til leikjaspilunnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • skipuleggja viðburði t.d. skólasamkomu, netsamkomur og fyrir utan skólasamfélagið. • Búa til kennslumyndbönd um ýmsa þætti rafíþróttarinnar • nýta sér upplýsingatækni við skipulagningu þjálfunar
    Getur farið fram með margvíslegum hætti meðal annars með verklegum prófum, skriflegum lokaprófum og verkefnavinnu. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar.