Fjallað verður um helstu farsóttir sem borist hafa til Íslands. Fjallað verður um áhrif þeirra á landsmenn; í því sambandi verður fjallað um fjölda smita og dauðsfalla, tilraunir til þess að koma í veg fyrir smit o.s.frv. Efnahagsleg áhrif á landsmenn verða einnig skoðuð. Allt efnið verður einnig skoðað í evrópsku samhengi. Fjallað verður um svartadauða (15. öld), stóru bólu (18. öld), spánsku veikina (20. öld) og covid 19 (21. öld). Þá verður einnig fjallað um berkla sem flokkast þó ekki undir farsótt en var mjög skæð veiki á Íslandi.
SAGA2ÁN05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Þróun farsótta á Íslandi
Áhrifum farsótta á efnahag landsmanna
Tengsla Íslands við umheiminn þegar fjallað er um útbreiðslu og áhrif farsótta hérlendis í samanburði við þróun í Evrópu
Fjölbreytileika heimilda (hvort um sé að ræða ritaðar heimildir eða tölfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Greina og afmarka meginþætti
Lýsa viðfangsefninu og segja sitt eigið álit
Nota ólík miðlunarform til að koma sögulegum fróðleik á framfæri
Afla fjölbreyttra heimilda og meta áreiðanleika þeirra
Vinna sjálfstætt við úrlausnarefni og álitamál
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Finna heimildir, vinna úr þeim og leggja á þær sjálfstætt mat
Tengja þekkingu sína við daglegt líf
Taka gagnrýna afstöðu til viðfangsefna
Geta komið skoðunum á framfæri á markvissan og rökstuddan hátt
Draga lærdóm af sögunni með samanburði á nútíð og fortíð
Leiðsagnarmat útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá. Áfanginn er símatsáfangi.