Íslenska með áherslu á íslenska tónlist og textagerð
ÍSLE1TD02
151
íslenska
dægurtónlist, textar
Samþykkt af skóla
1
2
Í áfanganum er unnið með með alla þætti íslenskunnar; tjáningu, læsi, hlustun og ritun. Íslenskri dægurtónlist og textum fléttað saman við annað efni og skoðað með tilliti til þeirra tíma sem tónlistin tilheyrir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
innihaldi lagatexta, straumum og stefnum í íslenskri dægurlagamenningu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hlusta eftir innihaldi dægurlagatexta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
njóta íslenskrar dægurlagamenningar
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá