Í áfanganum er unnið með með alla þætti íslenskunnar; tjáningu, læsi, hlustun og ritun. Læsi í víðum skilningi er fléttað saman við önnur viðfangsefni (sem dæmi: samfélagsmiðlar, uppskriftir, landakort, umferðarmerki og fleira)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi læsis í umhverfi sínu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sér til gagns
tileinka sér hjálpartæki ef þarf til að auðvelda lestur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
verða sjálfbjarga í sínu umhverfi
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá