Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1607957615.44

    Heilsa og lífstíll
    LÝÐH1HS05
    43
    lýðheilsa
    Heilsa, lífstíll og stuðningur
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum verður fléttað saman fræðslu, hreyfingu og útiveru þar sem leitast verður við að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta. Nemendur fræðast um heilbrigðan lífsstíl og þætti sem hafa áhrif á heilbrigði s.s. næringu, svefn, streitu, hreyfingu, áhættuhegðun, markmiðasetningu og stuðning við almennt nám. Nemendur munu setja sér markmið fyrir önnina sem við munum vinna markvisst með yfir tímabilið. Einnig verður boðið upp á námsstuðning fyrir aðrar námsgreinar í áfanganum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Að styrkja jákvæða sjálfsmynd og líkamshreysti sína
    • Mikilvægi þess að borða fjölbreyttan og hollan mat
    • Að meta streituástand sitt og nýtt sér slökunaræfingar á álagstímum
    • Mikilvægi svefns og hvíldar í tengslum við líkamlega og andlega líðan
    • Skaðsemi áhættuhegðunar
    • Mikilvægi þess að stunda hreyfingu fyrir líkama og sál
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Að útbúa sig fyrir útivist
    • Að nýta sér upplýsingatækni í sambandi við heilsurækt, næringu og lífsstíl
    • Fjölbreyttum leiðum til hreyfingar
    • Að gera léttar styrktar- og slökunaræfingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Að nemendur geti tekið upplýstar ákvarðanir um heilsu sína, heilbrigði og vellíðan
    • Að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að huga vel að líkama og sál
    • Að nemendur geri sér grein fyrir að ákveðnum freistingum fylgir áhætta og það er þeirra að taka ákvarðanir fyrir sig sjálf
    • Að nemendur læri að nota ákveðin verkfæri sem hjálpa þeim þegar þau eru undir álagi eða eru beitt þrýsting
    • Að nemendur læri að setja sér raunhæf markmið og vinna í þeim
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá