Megináhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á kælibúnaði og færni í meðhöndlun hans með verkefnavinnu og greiningu mældra niðurstaðna. Sérstök áhersla er á varmafræði og varmajöfnuð. Nemendur þjálfast í rekstri kælikerfa með því að nota kælikerfi til varmafræðilegra athugana. Þeir eiga að nýta sér námsefni undanfara og áunna fagþekkingu til að vinna verklegar æfingar og tilraunir sem hafa það hlutverk að auka skilning á einstökum þáttum fræðigreinarinnar.
KÆLI3VC05, RAMV3RF04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hitastýrðum þenslulokum og þrýstiliðum.
hringferli kælikerfisins og stillingu kæligetu með mótþrýstiloka.
ytri varmajöfnuði á kælikerfum og varmadælum.
ástandsskoðun á hringferli kælikerfis.
innri varmajöfnuði á kælikerfi og áhrifum varmaskiptis á hann.
aðferðum við bilanagreiningu kæli- og frystikerfa.
stjórnun og reglun kæli- og frystikerfa.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina bilanir í kælikerfum.
lesa úr niðurstöðum varmajöfnuðar og varmaskipta kæli/frystikerfa.
gangsetja kerfi án álags, stöðva og tómsjúga.
greina bilanir og orsakir þeirra í rafkerfi, þjöppum, eimsvala, eimi, þensluloka, olíu, lofti og kælimiðli.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka ákvarðanir um viðbrögð ef niðurstöður mælinga á vélbúnaði gefa tilefni til.
setja fram helstu atriði æfinga og niðurstöður í skýrslu þar sem fram koma helstu mæliniðurstöður, útreikningar og línurit.
draga ályktanir af niðurstöðum rannsóknaræfinga og gera tillögur að úrbótum.
skapa tryggt og öruggt umhverfi við endurnýjun kerfishluta og íhluta.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.