Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1608199544.25

  Rafmagnsfræði 7 fyrir vélstjóra
  RAMV4VD05(AV)
  9
  Rafmagnsfræði
  Rafmagnsfræði - VD
  Samþykkt af skóla
  4
  5
  AV
  Nemendur fá þjálfun í keyrslu samfasavéla, bæði sem sjálfstæðra rafala og í samkeyrslu. Þeir fá þjálfun í tengingum og keyrslu rafmótora og notkun mismunandi hraðastýriaðferða. Nemendur kynnast þeim þáttum sem lúta að uppbyggingu og virkni rafvéla, umhirðu þeirra og bilanagreiningu.
  REIT4VD05, RAMV3RF04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • algengustu gerðum rafvéla, uppbyggingu þeirra og virkni og við hvaða aðstæður þær eru helst notaðar.
  • algengustu orsökum rafmagnsbilana í rafvélum.
  • aðferðum við hraðastýringar rafvéla og á hverju þær byggjast.
  • týristorastýringu fyrir jafnstraumsmótora.
  • tíðni- og/eða vektorastýringu fyrir riðstraumsmótora.
  • af hverju mismunandi fasvik álagsins gerir ólíkar kröfur til segulmögnunar.
  • mismunandi hlutverkum spennustillis og gangráðs.
  • samfösun og samkeyrslu.
  • jöfnun raun- og launálags milli rafala í samkeyrslu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera grein fyrir og útskýra uppbyggingu og vinnumáta helstu gerða rafvéla.
  • velja viðeigandi hraðastýribúnað m.t.t. viðfangsefnis.
  • framkvæma helstu mælingar sem tengjast rafmótorum og hraðabreytum.
  • keyra rafala bæði staka og í samkeyrslu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina bilanir í rafvélum.
  • tengja rafmótora við net með tilheyrandi varnarbúnaði.
  • tengja og keyra rafmótora með mismunandi hraðastýringum.
  • fasa saman rafala og keyra.
  • sjá um raforkuframleiðslu með rafölum.
  • stjórna og leiðbeina öðrum við störf og viðgerðir á rafvélum og varnarbúnaði þeirra.
  • ákveða hvaða mælitækni skal nota hverju sinni til bilanagreiningar.
  • útskýra kosti hraðastýringa rafmagnsvéla galla og takmarkanir.
  • útskýra orsakir bilunar og aðgerðir til að gera við bilunina.
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.