Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1609767980.9

    Hestamennska
    HEST2HR05
    10
    hestamennska
    Hesturinn og reiðmaðurinn
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er tvískiptur og hefst hann á umfjöllun um hestinn sjálfan en í seinni hlutanum verður einblínt á reiðmanninn. Í fyrri hluta áfangans verður farið m.a. yfir uppruna og sögu íslenska hestsins ásamt sögu reiðmennskunnar. Skoðaðir verða grunnþættir í atferli, eðli og hegðun, skapi og skynjun og skynfærum hesta. Nemendur læra hvernig leggja skuli mat á andlegt og líkamlegt ástand hesta og mikilvægi þess að tileinka sér rétt viðhorf gagnvart hestinum. Fjallað verður um helstu undirstöðuatriði varðandi fóðrun og umhirðu hesta, s.s. hófhirðu, feldhirðu og heilbrigði. Í seinni hluta áfangans verður nemendum kennt helstu þjálfunarhugtök og skilgreiningar sem liggja þeim að baki. Farið verður yfir helstu þjálfunarstig klassískrar reiðmennsku og grunnatriði þjálfunar. Kennd verða undirstöðuatriði í hestamennsku, helstu ásetur, líkamsbeitingar og taumhald. Þar að auki eru kynnt fyrir nemendum helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirða. Lögð verður áhersla á knapann, líkamsbeitingu, jafnvægi, viðhorf og andlegan líðan.
    INNÁ1IN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu íslenska hestsins og sögu reiðmennskunnar
    • grunnþáttum í atferli, eðli og hefðun, skapi og skynjun og skynfærum hestsins
    • undirstöðuatriðum í fóðrun og umhirðu hesta
    • grunnatriðum í þjálfun hesta og líkamsbeitingar og andlegs viðhorfs knapa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þá þekkingu sem þeir öðlast í áfanganum
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við útfærslu sjálfstæðs lokaverkefnis
    • beita þeim þekkingaratriðum sem þeir öðlast í áfanganum á viðfangsefni tengd hestamennskunni
    • lesa og fjalla um sögu hestsins og atferli hans á gagnrýninn og fræðilegan hátt
    • flytja af öryggi vel byggðan fyrirlestur sem tengist hestamennsku eða reiðmennsku
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á mikilvægi andlegrar líðanar bæði hests og knapa
    • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um reiðmennsku
    • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina.