Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1609862692.53

    KYNJAFRÆÐI
    KYNJ3IN04
    2
    kynjafræði
    inngangur
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Í áfanganum fá nemendur innsýn í fjölbreytt samfélag með það að leiðarljósi að kynnast og greina margvísleg málefni út frá sjónarhorni kynjafræðinnar. Farið verður yfir viðfangsefni sem gera ráð fyrir að nemendur hafi fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir séu og eigi að vera í samfélagi manna. Samfélagið getur mótað sýn og alls konar viðhorf hjá einstaklingum sem nemendur fá að sjá í öðru ljósi og kynnast á nýjan hátt í kynjafræðinni. Í áfanganum er fjallað um grunnhugtök kynjafræðinnar, t.d. jafnrétti, kynhlutverk, mismunun, fordómar, staðalímyndir, kynjagleraugu o.fl. Söguleg atriði varðandi uppgang og framþróun í jafnréttismálum eru gerð skil. Fjallað er um stöðu kynja á vinnumarkaði t.d. hlutföll kynja í ólíkum störfum og hvað hefur áhrif á starfsval kynja. Farið er yfir margvísleg málefni t.d. jafningjaáhrif á kynlífsmenningu ungmenna, muninum á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldissamböndum, hefndarklám, líkamsdýrkun og mismunun kynja á ákveðnum sviðum samfélagsins. Auk þess er fjallað um áhrif fjölmiðla á staðalímyndir, kynhlutverk, viðhorf og skoðanir einstaklinga ásamt því að kynjahlutföll í fjölmiðum verða skoðuð. Einnig er fjallað um menningaráhrif samfélagslegra málefna sem koma upp t.d. MeeToo byltingin, Karlmennskan o.fl. Fjallað er um margvíslega minnihlutahópa og réttindabaráttu þeirra með það markmiði að fá nemendur til að geta sett sig í spor þeirra og sjá hlutina út frá öðru sjónarhorni. Málefni líðandi stundar eru einnig skoðuð og hvernig kynjafræðin fléttast inn í daglegt líf nemenda.
    ÍSLE2RB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • margvísleg málefnum út frá sjónarhorni kynjafræðinnar
    • helstu hugtökum kynjafræðinnar þ.e. jafnrétti, kynhlutverk, mismunun, fordómar, staðalímyndir, kynjagleraugu o.s.frv.
    • sögulegum atriðum varðandi uppgang og framþróun í jafnréttismálum
    • stöðu kynja á vinnumarkaði t.d. hlutföll kynja í ólíkum störfum og hvað hefur áhrif á starfsval kynja
    • margvísleg málefnum kynjafræðinnar t.d. jafningjaáhrif á kynlífsmenningu ungmenna, muninum á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldissamböndum, hefndarklám, líkamsdýrkun og mismunun kynja á ákveðnum sviðum samfélagsins
    • áhrif fjölmiðla á staðalímyndir, kynhlutverk, viðhorf og skoðanir einstaklinga og kynjahlutföll í fjölmiðum
    • menningaráhrif samfélagslegra málefna sem koma upp t.d. MeeToo byltingin, Karlmennskan o.fl.
    • réttindabaráttu minnihlutahópa
    • málefni líðandi stundar og hvernig kynjafræðin fléttast inn í daglegt líf
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta aflað sér traustra og áreiðanlegra upplýsinga um viðfangsefni kynjafræðinnar
    • greint upplýsingar og sett í fræðilegt samhengi
    • tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    • vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
    • nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
    • geta sett sig í spor jaðarhópa
    • geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
    • búa til og miðla fjölbreyttum verkefnum
    • til að meta eigið vinnuframlag
    • búa yfir hæfni til að takast á við frekara nám
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.