Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1609940239.57

  Enska - lestur, talmál og orðaforði
  ENSK2LT05
  77
  enska
  lestur, orðaforði, talmál
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæðan lestur, málfræði, ritun og talmál. Áfram er haldið með alhliða tal og talmálsþjálfun með mismunandi hætti með tilliti til ólíkra menningarheima enskumælandi landa. Nemendur eiga að geta lesið talsvert þunga texta t.d úr dagblöðum, tímaritum og efni af netinu auk þess að kunna skil á þeim ólíku skáldverkum sem tekin verða til umfjöllunar og unnin verða verkefni úr. Áhersla er lögð á að auka orðaforða og nemendur eiga að geta skilið einfalt, ótextað sjónvarpsefni eða hlustunarefni og getað fylgst með og skilið orðaræðu um ólíka efnisflokka, en til þess eru þeir miðlar sem völ er á nýttir. Í skriflega þættinum er gerð krafa um flóknari setningaskipan, námkvæmari orðaforða og skipulegri framsetningu en í fyrri áfanga.
  Að nemandi hafi lokið við einn áfanga á 2. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ólíkum þjóðfélagsaðstæðum í Bretlandi og Bandaríkjunum
  • daglegu lífi og menningu, t.d. stjórnmálum og mannlífi
  • á fjölbreyttum dægurmálum enskra málsvæða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • kynna sér tiltekna þætti í menningu enskumælandi landa
  • tjá sig á ensku m.a. um dægurmál á enskum málsvæðum
  • nota fjölbreyttar aðferðir við almenna gagnaöflun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fjalla munnlega og skriflega um menningu ólíkra enskumælandi samfélaga
  • glíma við erfiðari texta
  • átta sig á tengingu við önnur fög í náminu í gegnum enskuna
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum, svo sem styttri próf, skrifleg og munnleg verkefni.