Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1609943900.82

    Enska - bókmenntir, saga og menning
    ENSK3BS06
    81
    enska
    bókmenntir, menning, saga
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    Í áfanganum er fjallað um enskar bókmenntir, kvikmyndir og sjónvarpsefni sem endurspeglar menningu og sögu Bretlandseyja í víðu samhengi. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni, ýmist skrifleg, munnleg eða lítil krossapróf. Ennfremur er lögð áhersla á lestur ensks texta og ritun. Gerðar eru auknar kröfur um málnotkun, lesskilning og orðaforða.
    Að nemandi hafi lokið áfanganum ENSK3BL06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • breskum bókmenntum og menningu
    • tilteknum bókmenntaverkum
    • lykilatriðum breskar sögu og menningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja flóknari ensku, t.d. bókmenntatexta
    • tjá sig á ensku, í ræðu og riti
    • tjá skoðanir sínar á tilteknum bókmenntaverkum og/eða menningarþáttum í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja og ræða um enska menningu og bókmenntir
    • tjá sig munnlega og skriflega á skapandi hátt á ensku um rökstuddar skoðanir sínar
    • vinna sjálfstætt og í lýðræðislegri samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
    Leiðsagnarmat þar sem verkefnavinna nemenda er metn jafnóðum. Matinu til grundvallar liggja ýmis smærri verkefni, ritgerð og próf auk munnlegra skila á bókmenntagreiningu.