Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1609945517.59

  Saga fjarlægra slóða
  SAGA3FS05
  44
  saga
  saga fjarlægra slóða
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er fjallað um valda þætti í sögu annarra heimsálfa en Evrópu þ.e. Afríku, Asíu og Ameríku. Fjallað er um Afríku og kynnast nemendur almennum atriðum varðandi álfuna. Fjallað er um nýlendustefnuna, mannréttindabaráttu Nelson Mandela og Suður-Afríkubúa í Aðskilnaðarstefnunni og þjóðarmorðin í Rúanda. Einnig er fjallað um Asíu þar sem nemendur kynnast almennum atriðum varðandi álfuna. Fjallað er um stríðið í Sýrlandi, sjálfstæðibaráttu Indland og Ghandis við breska heimsveldið, Kína og Maó, sögu Tíbets og Dalai Lama ásamt sögu Kóreu. Auk þess er fjallað um Ameríku þar sem nemendur kynnast almennum atriðum varðandi álfuna. Fjallað er um eiturlyfjastríðið í Mexíkó, réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og sögu kvikmynda.
  SAGA2MS06
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • almennum atriðum varðandi Afríku
  • nýlendustefnuna og helstu einkennum hennar, framþróun og áhrifum
  • mannréttindabaráttu Nelson Mandela og Suður-Afríkubúa á tímum aðskilnaðarstefnunar
  • aðdraganda, upphaf, framþróun og áhrif þjóðarmorðanna í Rúnada
  • almennum atriðum varðandi Asíu
  • stríðið í Sýrlandi, afleiðingar þess og stöðu landsins í dag
  • sjálfstæðisbaráttu Indlands og Ghandis við breska heimsveldið
  • sögu Kína á 20. öld og þátt Maós
  • sögu Tíbets, búddisma og þætti Dalai Lama
  • sögu Kóreu og aðdragandan að skiptingu landsins og stöðu í dag
  • almennum atriðum varðandi Ameríku
  • upphafið og sögulega framþróun eiturlyfjastríðsins í Mexíkó
  • helstu atriði varðandi réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum þ.e. upphaf, framþróun og stöðu í dag
  • sögu kvikmynda þ.e. upphaf kvikmyndunar, þróun myndbandstækninngar og kvikmyndamenningar í Hollywood, Bandaríkjunum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • geta aflað sér traustra og áreiðanlegra heimilda um viðfangsefni sögu fjarlægðra slóða
  • greint upplýsingar og sett í fræðilegt og sögulegt samhengi
  • tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
  • vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
  • nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
  • geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
  • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
  • miðla sögulegri þekkingu sinni á fjölbreyttan hátt
  • til að meta eigið vinnuframlag
  • búa yfir hæfni til að takast á við frekara nám
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.