Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1610270946.08

    Enski boltinn
    ENSB2EB04
    1
    Enski boltinn
    Enski boltinn
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum er farið yfir söguleg atriði tengt enska boltanum og ensku úrvalsdeildarinnar. Um er að ræða upphafið að enska boltanum, framþróun boltans og ensku deildinnar sem nær yfir 19., 20.- og 21. öld. Einnig er fjallað um kröfur til leikmanna og gagnagreining þ.e. hvernig gögnum er safnað um þá, hvaða kröfur eru gerðar til líkamsástand þeirra og hvaða samfélagslegu ábyrgð og skyldu þeir gegna sem fyrirmyndir. Auk þess er fjallað um þjálfara og leiðtogahæfni þeirra og arfleið, leikmenn sem hafa skilið eftir sig arfleið, sögu liða, deilur liða og stuðningsmanna, sögulegar uppákomur og áhrif enska boltans á menningu. Markmiðið er að nemendur þekki í grófum dráttum sögu og helstu einkenni enska boltans, þekki margvíslega þjálfara og leikmenn sem hafa sett svip sinn á ensku deildina, söguleg leiktímabil og margvísleg lið innan ensku deildarinnar. Einnig er lagt áherslu á að nemendur kynnist sögulegum afrekum sem hafa átt sér staða t.d. met sem hafa verið sett og sleginn. Þá er markmiðið auk þess að nemendur kynnist sögu ólíkra liða, hvernig átök stuðningsmanna hafa viðgengist hjá sumum liðum, kynnist sögulegum uppákomum og hvernig áhugi á enska boltanum hefur margvísleg áhrif á menningu bæði í Englandi, Íslandi og alls staðar í heimnum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegum atriðum varðandi ensku úrvalsdeildina þ.e. upphaf, þróun deildarinnar á 19., 20.- og 21. öldinni.
    • þeim kröfum sem eru gerðar til leikmanna og hvernig gögnum er safnað saman um getu þeirra.
    • þeim kröfum sem eru gerðar til leikmanna varðandi líkamsástand
    • þeim kröfum sem eru gerðar til leikmanna út frá samfélagslegri ábyrgð og þeirri skyldu sem þeir gegna sem fyrirmyndir
    • þjálfurum og leiðtoghæfni þeirra sem hafa náð sögulegum árangri og/eða sett sögulegan svip sinn á ensku deildina og skilið eftir sig arfleið
    • leikmönnum í ólíkum leikstöðum sem hafa náð sögulegum árangri og/eða sett sögulegan svip á deildina og skilið eftir sig arfleið
    • söguleg keppnistímabil, afrek og met liða, leikmanna og þjálfara
    • sögu mismunandi knattspyrnuliða í ensku deildinni
    • átök og deilur stuðningsmanna mismunandi liða
    • söguleg atriði og uppákomur sem hafa átt sér stað í enska boltanum
    • hvernig áhugi á enska boltanum hefur margvísleg áhrif á menningu t.d. á Englandi, Íslandi og víðast hvar annars staðar í heiminum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta aflað sér traustra og áreiðanlegra upplýsinga um enska boltann og margvísleg viðfangefni tengt honum
    • greint upplýsingar og sett í fræðilegt samhengi
    • tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    • meta menningarleg áhrif enska boltans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast yfirsýn og skilning á sögulegu samhengi enska boltans
    • taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
    • geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Einstaklings- og hópverkefni.