Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1610618242.18

  Almenn jarðfræði
  JARÐ2AJ06
  16
  jarðfræði
  almenn jarðfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  6
  Í áfanganum er lögð áhersla á jarðfræði Íslands, tengsl uppruna landsins við landrekskenningar og landmótun af völdum innrænna og útrænna afla. Farið er í undirstöðuatriði steinda- og bergfræði, myndun mismunandi kvikugerða og eldvirkni.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notagildi jarðfræðiþekkingar
  • myndun mismunandi landsvæða af völdum innrænna afla, s.s. út frá landreki, eldvirkni, jarðskjálftum og jarðhita
  • landmótun af völdum útrænna afla, s.s. frostverkana, vatnsfalla, sjávar, jökla og vinds
  • hugmyndium um eldvirkni á Íslandi og myndunarsögu landsins
  • algengustu steindum og bergtegundum hérlendis
  • helstu gerðum eldstöðva og geti skýrt mismunandi eldvirkni þeirra
  • mismunandi gerðum vatnsfalla og einkennum þeirra
  • ólíkum gerðum jökla, myndun þeirra og skriði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja steindir og jarðfræðifyrirbrigði í náttúrunni
  • leysa verkefni sem tengjast námsefninu almennt
  • beita algengustu hugtökum og heitum í jarðfræði í umfjöllun sinni um myndun og gerð náttúrufyrirbæra
  • nýta upplýsingatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • afla sér upplýsinga og frekari þekkingar varðandi viðfangsefnið
  • læra að njóta náttúrunnar og hins ólífræna í náttúrunni á ferðum sínum í framtíðinni
  • gera sér grein fyrir gildi sérstakra náttúrufyrirbrigða
  • gera sér grein fyrir mikilvægi þekkingar á jarðfræði við ákvörðunartöku mannsins þegar kemur að nýtingu og framkvæmdum
  • taka ábyrga afstöðu til hegðun sinnar m.t.t. náttúrufyrirbrigða og sjálfbærrar nýtingar auðlinda
  • takast á við frekara nám í náttúru- og jarðfræði
  Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann.