Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1610621037.67

    Lífeðlisfræði mannsins, seinni hluti
    LÍOL2SH04
    18
    líffæra og lífeðlisfræði
    Seinni hluti
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Beint framhald af LÍOL2FH04. Í áfanganum eru tekin fyrir nokkur líffærakerfi mannsins og grunnlífeðlisfræði þeirra s.s. tauga-, vöðva-, stoðgrindar - og æxlunarkerfis. Auk þess farið í byggingu og starfsemi helstu skynfæra og innkirtla. Fjallað um heilbrigða starfsemi en einnig algengustu frávik (orsakir þeirra og afleiðingar).
    LÍOL2FH04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu og starfsemi taugakerfis
    • mismunandi gerðum skynnema og skynfæra
    • byggingu og samspili stoðgrindarkerfis og vöðva
    • vöðvasamdrætti, samspili vöðva og tauga
    • helstu innkirtlum og hormónum þeirra
    • sjúkdómum af völdum hormónaröskunar
    • stjórn blóðsykurs
    • byggingu, starfsemi og hormónastjórn æxlunarkerfis
    • getnaðarvörnum og kynsjúkdómum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum námsefnisins
    • geta fjallað um heilbrigða starfsemi líffærakerfa
    • tengja í heild starfsemi líffærakerfa
    • geta greint frá helstu frávikum frá eðlilegri starfsemi líffærakerfa
    • nota ljóssmásjá
    • beita réttum vinnureglum við krufningar og fleiri verklegar æfingar
    • vinna skýrslur úr verklegu efni
    • nýta upplýsingatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
    • vinna sjálfstæð kynningarverkefni úr námefninu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja eigin líkama og gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar heilsu
    • taka ábyrgð á eigin lífsháttum og heilsu
    • beita vísindalegum vinnubrögðum innan sem utan kennslustofunnar
    • takast á við frekara nám í náttúru- og/eða heilbrigðisgreinum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann.