Markmið áfangans er að gefa yfirlit yfir viðfangsefni félags- og náttúruvísinda og hlutverk þeirra sem vísindagreina. Helstu hugtök sem komið er inná í áfanganum eru menning, samfélag, fjölskylda, samskipti, jafnrétti kynnjanna, vinnumarkaður og stjórnmál auk líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðllisfræði. Lögð er áhersla á að nemendur fái innsýn inní málefni annars vegar félagsvísinda og hins vegar náttúruvísinda.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum félags- og náttúruvísinda
sampili manns og náttúru
áhrifum samfélagsins á mótun okkar sem einstaklinga
fjölskyldunni og mismunandi sambúðarformum
vinnumarkaði og helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og ræða texta um náttúruvísindi
nýta margmiðlunarefni, gagnabanka, leitar- og samskiptavefi um náttúruvísindalegt efni á gagnrýnan hátt
beita algengustu hugtökum félagsvísinda í umfjöllun um samfélagið á skýran hátt
afla sér gagna um álitamál og vinna með heimildir annarra
taka þátt í samræðum og færa rök fyrir máli sínu um samfélagsleg málefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja hvernig maðurinn notar hinar ýmsu náttúruvísindagreinar, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði til að auka skilning sinn á náttúrunni og heiminum
geta á gagnrýninn hátt metið gildi upplýsinga um unhverfi, náttúru og tækni
tjá sig á einfaldan hátt um safmfélagsleg málefni og eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti við aðra og bera virðingu fyrir skoðunum annarra
leggja mat á heimildir og upplýsingar á samfélagslegum málefnum