Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1614262362.7

  Enska
  ENSK3NE05(MA)
  87
  enska
  Enska fyrir náttúrufræði-, raungreina- og heilbrigðisbrautir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  MA
  Þessi áfangi er heilsársáfangi, þ.e.a.s. hann nær yfir heilt skólaár, haustönn og vorönn. Í áfanganum auka nemendur við þekkingu sína á ýmsum málefnum tengdum vísindum. Farið er í margvíslegt efni sem tengist þessu. Einnig verður unnið með ýmis bókmenntaverk. Nemendur vinna í hópum eða að einstaklingsverkefnum, nýta sér orðabækur og rafræn hjálpargögn. Í áfanganum er einnig haldið áfram að fara markvisst í málfræði og málfræðiæfingar.
  ENSK2BB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ýmsum málefnum tengdum vísindum
  • flóknari og sértækari orðaforða sem tengist efni áfangans
  • orðaforða sem tengist léttari vísindatextum bæði í ræðu og riti
  • ýmsum textum tengdum vísindum, bæði í eigin menningu sem og í alþjóðlegu samhengi
  • ýmsu vísindatengdu hlustunarefni
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
  • uppbyggingu bókmenntatexta og hugtökum þeim tengdum
  • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka virkan þátt í samskiptum og beita málfari við hæfi
  • skrifa ritgerðir eftir frekari fyrirmælum um uppsetningu (inngangur, efnisyrðing, meginmál og lokaorð)
  • lesa sér til skilnings texta sem byggja á sértækari orðaforða og tjá sig og draga fram upplýsingar úr hlustunarefni
  • lesa lengri bókmenntaverk
  • að beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja án teljandi vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni ef hann þekkir vel til þess
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu í texta
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt um efni sem hann hefur kynnt sér og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli námkvæmni við margskonar aðstæður
  • skrifa ýmiskonar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki  fyrir sig
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á
  • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af því hver lesandinn er
  Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.