Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1614596841.35

  Rafeindatækni málmiðna
  RAFE2MT03
  3
  Rafeindatækni málmiðna
  Rafeindatækni málmiðna
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  Nemendur öðlast undirstöðuþekkingu í rafeindatækni og uppbyggingu og virkni rafeindatækja. Þeir fá þjálfun og öðlast þekkingu og færni í rafeindafræðum svo að þeir geti skilið og reiknað einfaldar rafeindarásir. Þeir verði færir um að framkvæma mælingar á algengustu rafeindaíhlutum og segja til um virkni þeirra og ástand. Nemendur skulu vera færir um að gera mælingar á algengum grunnrásum í rafeindatækni og þekkja mun á biluðum og heilum rafeindaíhlutum, s.s. tvistum (díóðum), smárum (transistorum) og þýristorum.
  RAMV1GR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vinnumáta og notkun ýmissa mótstaða
  • litamerkingum til að ákveða stærð línulegra mótstaða
  • vinnumáta og uppbyggingu þétta
  • hleðslu- og afhleðslutíma þétta
  • muninn á póluðum og ópóluðum þéttum m.t.t. tenginga
  • hvaða upplýsingar það gefur að mæla þétti með viðnámsmæli og prófi að rýmdarmæla þétta
  • uppbyggingu díóða, vinnumáta þeirra og hvernig þær haga sér í straumrás
  • hvernig transistor er myndaður með samsetningu P- og N-efna og geti útskýrt vinnumáta hans þegar hann er tengdur í straumrás
  • hvernig á að ákvarða stærð díóða í afriðilsrás
  • samanburðarmagnara og helstu notkunarsviðum hans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • teikna og útskýra þriggja fasa afriðun með 6 díóðum
  • ákveða stærðir í spennugjafa, sem tekur t.d. inn 230V riðspennu og gefur út 9V jafnspennu, út frá gefnum forsendum um straumnotkun og stærð síuþéttis
  • útskýra hugtakið straummögnun transistora og kunna að viðnámsmæla transistora
  • teikna og útskýra rás fyrir einfalda og tvöfalda afriðun með og án síuþéttis og teikna afriðuðu spennuna fyrir og eftir tengingu þéttisins
  • teikna magnararás með einum transistor fyrir jafnstraum og útskýra vinnumáta hennar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fást við bilanaleit í einföldum rafeindarásum
  • setja upp einfaldar rafeinadarásir
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá