Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1614847806.51

    Þverfagleg saga
    SAGA3ÞS05
    45
    saga
    þverfagleg saga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður farið í stórum dráttum yfir mannkynsöguna og hún skoðuð á þverfaglegan hátt. Sagnfræði, mannfræði, líffræði, umhverfisfræði, heimspeki og hagfræði hjálpast að við að kynna nemendum fyrir sögu mannsins sem dýrategundar sem hefur þróast og aðlagað sig að sífellt breyttu umhverfi í árþúsunda rás og gerir enn. Auk þess að fá grófa heildarmynd af mannkynssögunni gefst nemendum kostur á að kafa dýpra í valin viðfangsefni sem tengjast þeirra eigin áhugasviðum. Dæmi um lykilspurningar í áfanganum eru: Hvers vegna náði maðurinn svo stóru forskoti á aðrar dýrategundir? Er nútímafólk ánægðara og betur sett en forfeður þess? Eru líkur á því að í næstu framtíð verði til “manneskjur” sem eru svo ólíkar okkur að við getum ekki talist til sömu dýrategundar?
    10 einingar á 2. þrepi í félags- / náttúruvísindum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu mannsins í víðu samhengi
    • mismunandi sjónarhornum hinna ýmsu fræðigreina á mannkynssöguna
    • hvernig umhverfisbreytingar hafa mótað manninn, og hvernig maðurinn hefur mótað umhverfi sitt
    • hvernig hugmyndaheimur mannsins hefur breyst í aldanna rás
    • úrvinnslu gagna og uppsetningu efnis í ýmsu formi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta mismunandi kenningar frá ýmsum greinum til að skoða mannkynsöguna
    • afmarka söguleg málefni, greina meginþætti og álitamál og leita eftir mismunandi sjónarhornum
    • nýta fræðilegan texta og myndefni til skilnings á fræðilegum hugmyndum og sjónarhornum
    • leita samhengis og tengsla milli tímabila, hugmynda, menninga, fræðasviða og umhverfisþátta
    • miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni á mismunandi vegu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sjá sögu mannkyns í þverfaglegu samhengi
    • sjá þróun menningar og umhverfis í hnattrænu samhengi
    • beita gagnrýninni hugsun og viðurkenndum aðferðum við að koma skoðunum sínum, þekkingu og skilning á viðfangsefnum áfangans á framfæri á margvíslegan hátt
    • sýna frumkvæði og frumlega útfærslu í verkefnavinnu
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati.