DRIL, sem stendur fyrir “Digital Routes for Intelligent Learning,” er fjölþjóðlegt verkefni sem MTR er aðili að ásamt skólum í Lettlandi og Eistlandi. Verkefnið gengur út á það að nemendur frá mismunandi löndum vinni saman í hópum og kanni hvað í menningu þeirra og umhverfi þau eigi sameiginlegt og hvað ekki.
Á nútíma vinnustöðum hefur fjarvinna og alþjóðlegt samstarf stöðugt að vaxið. Það er því mikilvægt að þjálfa sig fyrir slíkan vinnustað, læra að skipuleggja sig og tíma sinn miðað við að samstarfsfólk sé jafnvel í öðru tímabelti, læra á hvaða tól og aðferðir hjálpa mest við að koma á árangursríkum samskiptum og hvernig maður sjálfur heldur sér við verkið.
DRIL er tilraunaverkefni þar það er sett í hendur nemenda að prófa sig áfram og finna út hvað virkar og hvað virkar ekki, hvaða tól eða samskiptaleiðir virka best og hver þeirra virka alls ekki.
Markmið áfangans verður að búa til litla rafbók þar sem nemendur kynna menningu lands síns hver fyrir öðrum. Nemendur frá mismunandi löndum vinna saman og ákveða í sameiningu um hvað nákvæmlega skal fjalla og hvernig.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi menningu þátttökulanda
skipulagstækni og upplýsingasöfnun
úrvinnslu gagna og uppsetningu efnis
mikilvægi þess að setja upplýsingar fram á skýran og greinargóðan hátt
fjölbreyttum aðferðum til að beita upplýsingatækni til samskipta og að koma efni frá sér
fjölbreyttri hugmyndavinnu í hópavinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þróa hugmynd í samstarfi við aðra
taka saman upplýsingar t.d. myndir og texta og koma á greinargott form
meta eigin vinnu og annarra á gagnrýninn hátt
vinna með fólki af öðru þjóðerni með ensku sem samskiptamál
kynna eigið land og þjóð fyrir fólki af öðru þjóðerni
eiga í hversdagslegum samskiptum við fólk af öðru þjóðerni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna úr upplýsingum sem hann safnar og útbúa til birtingar
safna sama upplýsingum með ólíkum hætti, t.d. með viðtölum
setja fram efni á skýran hátt
nota fjölbreyttar aðferðir við hugmyndavinnu og öflun gagna
sýna frumkvæði og frumlega útfærslu í verkefnavinnu
geta tjáð sig á skýran og ábyrgan hátt um eigin verk og annarra
geta átt uppbyggileg samskipti og samstarf við samnemendur
leggja mat á eigið vinnuframlag og samnemenda
geta borið saman ólík lönd og þjóðir, menningu þeirra og ólíkar aðstæður
koma þekkingu sinni og skilningi á framfæri á margvíslegan hátt
nýta kunnáttu sína í ensku í umræðum, vinnu með öðrum og kynningum
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingakröfur áfangans