Hér gefst nemendum tækifæri á að bæta sig í akademískum undirbúningi fyrir frekara nám. Í þessum áfanga verður lögð áhersla á að nemendur bæta við sig vísindatengdum orðaforða þeirri braut sem þeir eru á. Það er markvisst farið í að skoða greinar og annað efni sem tengist brautum. Nemendur gefst einnig tækifæri á að bæta sérsvið að eigin vali. Mikil áhersla er á sjálfstæð vinnubrögð. Lögð verður meiri áhersla á tal og flutning í töluðu máli. Þar að auki verða nemendur þjálfaðir í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast sérhæfingu nemenda.
ENSK2TM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á háskólastigi
rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
mismunandi gerðum fræðitexta af ólíkum sviðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
lesa sér til fræðslu sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann þekkir vel
afla sér fræðilegra heimilda á gagnrýninn hátt
umrita og gera útdrátt úr fræðigreinum
nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
skrifa texta sem uppfyllir akademískar kröfur um orðaforða og uppbyggingu
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.