Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1615297386.1

    Rafíþróttir 2
    ÍÞRG2RÍ05(11)
    27
    íþróttagrein
    Rafíþróttir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur vinna markvisst að bætingu í þeim leik sem boðið er upp á hverju sinni. Í rafíþróttum 2 er aðalmarkmiðið að búa til leikmenn í þeim leikjum sem boðið er upp á hverju sinni. Nemendur velja sér leik í byrjun áfangans og vinna með þann leik út önnina í því að öðlast þekkingu, hæfni og leikni í spilun leiksins.
    Rafíþróttir 1
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Að halda viðburði utan skóla og leiðbeina öðrum um hvernig spilun leiks fer fram
    • Hvernig er að vera hluti af liðsheild
    • Leikgreingu leiks
    • Útbúa leikskýrslur eftir leik
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Stunda íþróttina og öðlast góðan tæknilegan grunn í greininni
    • Taka þátt í fjölbreyttum æfingum og leikjum sem tilheyra íþróttinni
    • Stunda hreyfingu sem styrkir og gefur meira úthald til leikjaspilunnar
    • Geta unnið úr myndbandsgreiningu eftir leik (leikgreining)
    • Unnið markvisst að bætingu sem spilari leiks
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skipuleggja viðburði t.d. skólasamkomu, netsamkomur og samkomur utan skólasamfélagsins
    • Búa til kennslumyndbönd um ýmsa þætti rafíþróttarinnar
    • Nýta sér upplýsingatækni við skipulagningu þjálfunar
    • Geta tekið gagnrýni frá öðrum spilara og gagnrýnt spilun annara spilara.
    • Fundið veikleika og styrkleika við spilun leiks
    Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum. Námsmat er fjölbreytt þ.e. verklegt, skriflegt, viðburðarstjórnun og jafningjamat. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar.