Áfanginn er bóklegur og verklegur. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast þeim möguleikum sem eru í boði innan tómstundastarfsins. Verkleg kennsla fer fram innan félagsmiðstöðvarinnar þar sem nemendur skyggja starfsmenn þar. Nemendur læra einnig fjölbreytta leiki og hópefli sem henta unglingum með það í huga að nemendur geti nýtt sér þann möguleika í kennslu og þjálfun. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að skipuleggja, sjá um og stjórna tómstundarstarfi á mismunandi hátt.
10 ein. á 2. þrepi í íþróttafræði eða félagsgreinum
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi tómstundastarfs fyrir samfélagið
fjölbreyttu tómstundastarfi
mikilvægi tómstundastarfs til að efla andlegan og félagslegan þroska
hinum ýmsu leikjum og mismunandi tegundum hópeflis miðað við að efla tilfinninga- og félagsþroska barna og unglinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga um mismunandi tómstundastarf
nýta sér og kynna fyrir öðrum mismunandi tómstundastarf
stýra mismunandi hópum í leik og tómstundastarfi
undirbúa og útskýra ýmsar útfærslur af leikjum
greina vandamál og finna lausnir við ýmsar aðstæður
læra að vinna með unglingum í félagsstarfi þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
efla leiðtogahæfni sína og mannleg samskipti
skipuleggja tómstundastarf með unglingum
beita grundvallaraðferðum í forvörnum og eineltismálum
átta sig á mismunandi getu einstaklinga ásamt því að leiðbeina þeim
taka að sér ýmis verkefni sem snúa að tómstundastarfi eða félagsstarfi hjá skólum og/eða íþróttafélögum
meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum í hverri viku.