Viðfangefni áfangans eru helstu greinar frjálsra íþrótta og er áfanginn að mestu verklegur þar sem áhersla er lögð á frjálsar íþróttir fyrir byrjendur og upp að 16 ára aldri. Í áfanganum verður farið í grunnatriði helstu greina og þau þjálfuð. Efni tengt viðfangsefnum verður sett á kennsluvef og nemendur vinna fjölbreytt verkefni, bæði verkleg og bókleg, ýmist einir eða í hóp undir leiðsögn kennara.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einföldum þjálfunaraðferðum helstu greina frjálsra íþrótta
grunnatriðum helstu greina frjálsra íþrótta
reglum helstu greina frjálsra íþrótta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
iðka frjálsar íþróttir
framkvæma upphitun sem hentar mismunandi greinum frjálsra íþrótta
framkvæma æfingar til að bæta getu sína í helstu greinum frjálsra íþrótta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
iðka frjálsar íþróttir og keppa ef vill
getað tekið þátt í umræðum um helstu greinar frjálsra íþrótta
geta horft á keppni í frjálsum íþróttum og áttað sig á framgangi hennar
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og virkni í tímum. Áfanginn er metinn út frá verkefnaskilum, mætingu, virkni, færni og áhuga.