Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1615901915.1

    Áhættuhegðun og seigla
    UPPE3ÁS05
    7
    uppeldisfræði
    Áhættuhegðun og seigla
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður áhættuhegðun barna og unglinga skoðuð. Fjallað verður um mismunandi tegundir áhættuhegðunar, birtingarmynd þeirra og áhrif á líf einstaklingsins. Áhersla verður einnig lögð á hugtökin seiglu og siðferðisþroska. Hvað merkingu hafa hugtökin, hvernig þróast slíkt og hvers vegna? Þá verður farið yfir hverjir verndandi þættir eru í umhverfi barna og unglinga og hverjir áhættuþættirnir séu. Greinar og rannsóknir á efninu verða skoðaðar og unnið með.
    UPPE2BY05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í daglegu lífi og í tengslum við sérþekkingu og/eða starfsgrein,
    • sérhæfðri þekkingu sem nýtist í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám,
    • þekkingu sem tengist því að vera virkur og ábyrgur borgari í samfélagi sérþekkingar og/eða starfsgreinar,
    • þekkingu sem tengist umhverfinu í alþjóðlegu samhengi og varðar sérþekkingu og/eða starfsgrein,
    • orðaforða og þekkingu í erlendu tungumáli sem nýtist til frekara náms eða í tengslum við sérþekkingu krefjist hún þess.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um sérhæfða þekkingu sína og/eða starfsgrein,
    • skipuleggja vinnuferli, beita viðeigandi tækni og aðferðum starfsgreinar og/eða sérþekkingar á ábyrgan hátt,
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við að leita lausna innan sérþekkingar og/eða starfsgreinar,
    • taka ábyrgan þátt í samræðum um sérhæfða þekkingu sína og/eða starfsgrein.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • getur tjáð skoðanir sínar og skýra verklag tengt skilgreindu starfsumhverfi á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt,
    • getur tjáð sig á erlendu tungumáli sé þess krafist í starfi eða vegna frekara náms,
    • býr yfir siðferðilegri ábyrgð í skapandi starfi,
    • býr yfir ábyrgð gagnvart starfsumhverfi og hagnýtingu almennrar þekkingar sinnar,
    • getur nýtt þekkingu sína til að greina ný tækifæri í umhverfinu,
    • býr yfir hæfni til að geta tekist á við frekara nám,
    • getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi sérþekkingar og/eða starfsgreinar,
    • býr yfir hæfni til að meta eigið vinnuframlag,
    • sjái menntun sína í alþjóðlegu samhengi,
    • getur tengt þekkingu sína og leikni við tækni og vísindi.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.