Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1616665762.96

    Jafnvægi, liðleiki og samhæfing
    LÞJÁ1JL03
    2
    Líkamleg þjálfun
    Jafnvægi, liðleiki og samhæfing
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Áfanginn er að mestu verklegur þar sem áhersla er lögð á samhæfingu, jafnvægi og liðleika. Í áfanganum er fjallað um mikilvægi og megináhrif liðleikaþjálfunar á líkamann og nemendum kynntar helstu aðferðir til að þjálfa liðleika. Þar að auki eru kenndar aðferðir til að mæla liðleika í mikilvægum liðum á einfaldan hátt. Þá er farið yfir mikilvægi þess að efla samhæfingu og jafnvægi og jafnframt fjallað um mikilvægi svefns, hvíldar og slökunar í nútímasamfélagi. Nemendur þurfa að taka þátt í skipulagðri þrekþjálfun hjá viðurkenndu íþróttafélagi eða sérhæfðum þjálfara að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi þess að þjálfa samhæfingu, jafnvægi og liðleika
    • Kyrrstöðu- og hreyfiliðleika
    • Mikilvægi svefns, hvíldar og slökunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Setja upp æfingaáætlun og þjálfa samhæfingu, jafnvægi og liðleika á markvissan hátt
    • Framkvæma próf til að meta liðleika
    • Útbúa æfingadagbók
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Styrkja sig bæði líkamlega og andlega
    • Nota slökunaræfingar til að draga úr líkum á streitu
    • Hlusta á eigin líkama og þarfir
    • Geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og virkni í tímum. Áfanginn er metinn út frá verkefnaskilum, mætingu, virkni, færni, áhuga og sjálfstæði.