Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1616676871.8

    Skíðaþjálfun, reglur og mótahald
    SKÞJ3RM05
    1
    Skíðaþjálfun
    Reglur og mótahald
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er að mestu verklegur þar sem áhersla er lögð á reglur og mótahald í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum. Nemendur fá að kynnast hlutverki dómara og eftirlitsmanna á mótum auk þess sem fjallað er um lyfjamisnotkun og hlutverk lyfjaeftirlitsins. Nemendur þurfa að taka þátt í skipulagðri skíða/snjóbretta þjálfun hjá viðurkenndu íþróttafélagi eða sérhæfðum þjálfara að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Leikreglum sinnar íþróttagreinar
    • Hlutverki dómara og eftirlitsmanna á skíða- og snjóbrettamótum
    • Alþjóðlegu punktakerfi FIS
    • Lyfjamisnotkun í íþróttum og hlutverki lyfjaeftirlitsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Útbúa æfingadagbók
    • Átta sig á dómgæslu sinnar greinar, tímatöku, stigagjöf, brautarlagningu o.fl.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka þátt í alþjóðlegu mótahaldi í öllum aldurshópum
    • Skipuleggja og sjá um framkvæmd móts hjá yngstu aldurhópunum
    • Taka ábyrga afstöðu til neyslu skaðlegra efna í tengslum við íþróttir
    • Nýta þjálfun sína sem best til að ná sem bestum árangri í sinni íþrótt
    • Geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og virkni í tímum. Áfanginn er metinn út frá verkefnaskilum, mætingu, virkni, færni, áhuga og sjálfstæði.