Í umhverfisfræði er fjallað um umhverfismál á breiðum grunni með það að markmiði að nemendur verði meðvitaðri um umhverfismál og náttúruna. Nemendur læra ýmis hugtök tengd umhverfisfræði og kynnast þeim umhverfisvandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Lögð verður áhersla á að nemendur geti túlkað gögn sem tengjast umhverfismálum á gagnrýninn hátt og tekið virkan þátt í umræðum um umhverfismál.
RAUN1JE05/RAUN1LE05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum innan umhverfisfræða
auðlindum jarðarinnar
þeim ógnum sem steðja að umhverfinu
ábyrgð einstaklings gagnvart umhverfinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta þekkingu sína í umhverfisfræði í öðrum fögum
vinna með gögn tengd umhverfismálum
nota helstu hugtök innan umhverfisfræða
afla sér upplýsinga um umhverfismál og það sem efst er á baugi í þeim efnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
túlka og meta gögn og upplýsingar tengd umhverfismálum á gagnrýninn og ábyrgan hátt
taka upplýsta afstöðu til umhverfismála
taka virkan þátt í umræðum og aðgerðum tengdum umhverfismálum
sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna
takmarka vistspor sitt
Námsmat áfangans byggir á fjölbreyttri verkefnavinnu og prófum með áherslu á leiðsagnarmat.