Nemendur öðlast frekari þjálfun í lestri og gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum og reglum um véla- og málmsmíðateikningar. Þeir geta teiknað og útfært smíða- og samsetningarteikningar fyrir einstök verkefni.
IÐNT2MI05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hornréttum fallmyndum.
mælikvörðum.
strikagerðum teikninga.
reglum um málsetningu og teikniskrift.
sniðum og skástrikunum.
skrúfgöngum.
málviki.
suðufúgum og suðutáknum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og teikna almennar teikningar sem gerðar eru eftir gildandi stöðlum.
teikna vinnuteikningar af samsettum smíðahlutum eftir samsettri heildarteikningu.
teikna hlutateikningar og samsetningar fyrir plötusmíði.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa og teikna almennar teikningar.
velja stærð teiknipappírs, staðsetja teikningu, ákvarðað hæfilegan mælikvarða og aðra uppsetningu.
setja inn snið og málsetja teikningu þannig að hún sé nothæf til að smíða eftir.
teiknað stöðluð form fyrir staðlaða íhluti samkvæmt upplýsingum framleiðenda (legur, pakkningar, tannhjól o.s.frv.).
teikna ísómetrískar teikningar af vélahlutum og kerfismyndir.
gera efnis- og tækjalista eftir teikningum.
nota handbækur við gerð flókinna teikninga.
gera samsetningarmyndir af flóknum hlutum.
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.