Nemendur taka þátt í vefþróunarsamfélaginu með því að sækja ráðstefnur og/eða málþing, skipuleggja viðburði, heimsækja fyrirtæki eða eitthvað annað sem felst í því að ræða við annað fólk í samfélagi vefþróunar. Nemendur geta einnig styrkt samfélag nemenda með því að skipuleggja viðburði innan bekkjarins.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu ráðstefnum og viðburðum sem eru í boði fyrir fagfólk í vefþróun.
vefþróunarsamfélaginu.
þeim möguleikum sem eru í boði til að taka þátt í umræðum um vefþróun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í umræðum um vefþróun.
taka virkan þátt í samfélaginu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
halda við eigin þekkingu í vefþróun eftir útskrift.
Námsmat er með fjölbreyttum hætti og byggir meðal annars á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, skriflegum og verklegum prófum og munnlegum og skriflegum greinagerðum. Verkefnin eru ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni. Kynningar einstaklinga og hópa á verkefnum á ýmsum stigum í vinnslu þeirra eru einnig hluti af námsmati. Nemandi skal tileinka sér gagnrýna hugsun á eigin verk og annara. Því eru bæði sjálfsmat og jafningjamat hluti af námsmati í þessum áfanga.