Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1621939810.91

    Undirstöður í viðmótshönnun
    VEFH4WD02(AA)
    5
    Vefhönnun
    Vefhönnun
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    AA
    Í áfanganum læra nemendur um hönnun fyrir skjái. Nemendur læra að nota letur, grind og liti til að miðla upplýsingum. Nemendur læra um skalanlega (responsive) vefi. Nemendur læra um leiðarkerfi og flæði vefja. Unnið verður með skissur og frumgerðir sem grunntól og hvernig hægt er að færa þær yfir í lokaafurð hönnunar. Nemendur kynnast mismunandi aðferðum grófhönnunar (e. wireframing) og nýta þær við hönnun og skölun á vefviðmótum að eigin vali bæði einir og í hóp. Áhersla verður lögð á gagnrýna hugsun um forsendur hönnunarinnar, hvers vegna og fyrir hvern er verið að hanna. Áhersla verður lögð á innblástur, að nemendur kynnist vefhönnun á skemmtilegan hátt og öðlist sjálfstraust í sinni sköpun. Verkefnavinna verður mikilvægur þáttur í áfanganum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leturgerð og litafræði.
    • grindum og útlitshönnun.
    • helstu hönnunarreglum fyrir vefinn.
    • flæði og frumgerð.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með liti þannig að jafnvægi sé í hönnuninni.
    • nota grindur við hönnun.
    • nota letur.
    • skissa, búa til flæði og útbúa frumgerð af vef.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota gagnrýna hugsun til þess að koma hugmynd yfir í stafræna lokaafurð.
    Námsmat er með fjölbreyttum hætti og byggir meðal annars á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, skriflegum og verklegum prófum og munnlegum og skriflegum greinagerðum. Verkefnin eru ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni. Kynningar einstaklinga og hópa á verkefnum á ýmsum stigum í vinnslu þeirra eru einnig hluti af námsmati. Nemandi skal tileinka sér gagnrýna hugsun á eigin verk og annara. Því eru bæði sjálfsmat og jafningjamat hluti af námsmati í þessum áfanga.