Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1621940351.54

    Undirstöður í notendaupplifun
    VEFH4WD02(BA)
    4
    Vefhönnun
    Vefhönnun
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    BA
    Nemendur kynnast því um hvað notendaupplifun snýst og helstu hugtökum sem henni tengjast. Hér læra nemendur að það er ekki nóg að búa til viðmót sem virkar heldur þarftu að sjá vöruna þína með augum notandans. Hópnum er kennt að beita aðferðum og tólum notendaupplifunar til þess að hjálpar okkur að búa til vörur sem veita notendum þýðingarmikla og viðeigandi reynslu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notagildi.
    • hvernig á að komast að þörfum notenda.
    • persónur.
    • samkenndarkort.
    • ferðakort (e. Journey map).
    • notendaprófunum.
    • hönnunarsprettum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • búa til persónur notenda til að styðja við hönnunarferlið.
    • búa til notendasögur fyrir verkefni.
    • skipuleggja hönnunarsprett.
    • taka viðtöl við notendur til að skilja hverju þarf að breyta í verkefninu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • framkvæma hönnunarsprett.
    • búa til áætlun til að bæta notendaupplifun.
    • nota gögn úr notendaprófunum til að bæta endanlega vöru.
    Námsmat er með fjölbreyttum hætti og byggir meðal annars á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, skriflegum og verklegum prófum og munnlegum og skriflegum greinagerðum. Verkefnin eru ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni. Kynningar einstaklinga og hópa á verkefnum á ýmsum stigum í vinnslu þeirra eru einnig hluti af námsmati. Nemandi skal tileinka sér gagnrýna hugsun á eigin verk og annara. Því eru bæði sjálfsmat og jafningjamat hluti af námsmati í þessum áfanga.