Nemendur kafa dýpra í mikilvæg hugtök sem tengjast notendaupplifun. Helstu umræðuefni eru söguborð (e. storyboarding) og prótótýpur.
Markmiðið með söguborðum er að búa til einfaldar frásagnir sem beina sjónum að notendum og aðgerðum þeirra, hugsunum, markmiðum, tilfinningum og samböndum í því skyni að búa til árangursrík söguspjöld og ramma vandamálið inn á réttan hátt með því að sýna röð skrefa myndrænt, á auðskiljanlegan hátt.
Hópurinn lærir einnig að nota prótótýpu til að fanga forsendur og hugmyndir að hönnun, prófa þær með notendum og leggja það í vana sinn í að fá verðmæt viðbrögð áður en það verður of seint, sem aftur skila hærri gæðum.
Að lokum fá nemendur grunninn í kvikun (e. animation) til að bæta skilning sinn á því hvernig hægt er að gera gagnvirkni vörunnar betri og hvernig bæta má heildar notendaupplifun vörunnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
söguborðum.
prótótýpum.
kvikun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
búa til sögulínu fyrir vöru eða hluta af vöru.
búa til frumgerð af vöru.
búa til einfalda hreyfimynd.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta nýtt notendaupplifunartól til leiðbeiningar á hönnun og þróun vöru með áherslu á undirbúning.
Námsmat er með fjölbreyttum hætti og byggir meðal annars á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, skriflegum og verklegum prófum og munnlegum og skriflegum greinagerðum. Verkefnin eru ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni. Kynningar einstaklinga og hópa á verkefnum á ýmsum stigum í vinnslu þeirra eru einnig hluti af námsmati. Nemandi skal tileinka sér gagnrýna hugsun á eigin verk og annara. Því eru bæði sjálfsmat og jafningjamat hluti af námsmati í þessum áfanga.